Að refsa fólki fyrir að brjóta gegn sjálfu sér Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Kjartan Þór Ingason skrifar 14. september 2017 08:00 Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun