Dagur plastlausrar náttúru Íslands Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Margrét Hugadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun