Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands 20. ágúst 2017 17:57 Mikill viðbúnaður er á landamærum Spánar og Frakklands. Visir/AFP Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira