Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands 20. ágúst 2017 17:57 Mikill viðbúnaður er á landamærum Spánar og Frakklands. Visir/AFP Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira