Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 12:17 Forsætisráðherrar Norðurlandanna með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í við upphaf þings Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í september. Kristrún Frostadóttir er önnur frá hægri. Vísir/EPA Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Í tilkynningu þess efnis á vef Norðurlandaráðs segir að á meðan norrænu ríkisstjórnirnar skoða hugsanlega endurnýjun á Helsingforssamningnum sýni þessi ákvörðun að Norðurlandaráð sé tilbúið til að gera breytingar til að samstarfið eigi betur við í dag og allir geti tekið þátt. „Norðurlandaráð hefur ákveðið að stíga sögulegt skref í átt til samstarfs sem er meira inngildandi og í takt við tímann.“ Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. Taka þátt á lýðræðisgrundvelli Í tilkynningunni segir að ákvörðunin þýði að framvegis taki löndin þrjú þátt á jafnræðisgrundvelli við Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Ísland og komi að þeim lykilákvörðunum sem norrænt samstarf mótast af. „Þetta snýst ekki bara um að breyta orðalaginu í starfsreglunum. Þetta snýst um að taka sameiginlega ábyrgð á því að útvíkka samstarfið svo það endurspegli Norðurlönd eins og þau eru í dag. Norðurlönd sem einkennast af jafnræði, virðingu og sameiginlegri ábyrgð,“ er haft eftir Henrik Møller, fulltrúa Danmerkur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem lagði tillöguna fram. Møller hafi farið fyrir vinnuhópnum sem vann tillöguna og undirstrikað að frá upphafi hafi ríkt breið pólitísk sátt um að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar skyldu fá fasta fulltrúa. Tillagan hafi fengið jákvæða umfjöllun þingmanna í ræðustóli og verið samþykkt einróma. Fulltrúar landanna ánægðir Þá segir að fulltrúar landanna þriggja séu ánægðir og stoltir af ákvörðuninni. „Þetta snýst ekki bara um jafnræði fyrir okkur. Þetta snýst um að við viljum axla fulla ábyrgð á því að efla norrænt samstarf. Nú getum við beitt kröftum okkar til að vinna að norrænni framtíðarsýn,“ er hafi eftir Høgna Hoydal, Færeyjum. „Með þessu fáum við skýrari rödd og jafnframt þá ábyrgð að taka þátt í að móta Norðurlönd til framtíðar,“ er haft eftir Annette Holmberg-Jansson, Álandseyjum. „Það gleður okkur að Norðurlandaráð hafi tekið fulla ábyrgð á því að hleypa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum inn í samstarfið í Norðurlandaráði. Nú vonumst við Grænlendingar til þess að ríkisstjórnirnar fylgi á eftir með vinnu sinni við uppfærslu Helsingforssamningsins. Sem fyrst,“ er haft eftir Justus Hansen, Grænlandi. Breytingin taki gildi 1. janúar 2026 og marki táknræna og raunverulega styrkingu norræns lýðræðis. „Við viljum sýna að Norðurlönd geta breyst innan frá. Við tölum oft um endurnýjun en nú sýnum við að við getum líka framkvæmt hana,“ er haft eftir áðurnefndum Henrik Møller. Norðurlandaráð Grænland Færeyjar Álandseyjar Utanríkismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Norðurlandaráðs segir að á meðan norrænu ríkisstjórnirnar skoða hugsanlega endurnýjun á Helsingforssamningnum sýni þessi ákvörðun að Norðurlandaráð sé tilbúið til að gera breytingar til að samstarfið eigi betur við í dag og allir geti tekið þátt. „Norðurlandaráð hefur ákveðið að stíga sögulegt skref í átt til samstarfs sem er meira inngildandi og í takt við tímann.“ Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. Taka þátt á lýðræðisgrundvelli Í tilkynningunni segir að ákvörðunin þýði að framvegis taki löndin þrjú þátt á jafnræðisgrundvelli við Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Ísland og komi að þeim lykilákvörðunum sem norrænt samstarf mótast af. „Þetta snýst ekki bara um að breyta orðalaginu í starfsreglunum. Þetta snýst um að taka sameiginlega ábyrgð á því að útvíkka samstarfið svo það endurspegli Norðurlönd eins og þau eru í dag. Norðurlönd sem einkennast af jafnræði, virðingu og sameiginlegri ábyrgð,“ er haft eftir Henrik Møller, fulltrúa Danmerkur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem lagði tillöguna fram. Møller hafi farið fyrir vinnuhópnum sem vann tillöguna og undirstrikað að frá upphafi hafi ríkt breið pólitísk sátt um að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar skyldu fá fasta fulltrúa. Tillagan hafi fengið jákvæða umfjöllun þingmanna í ræðustóli og verið samþykkt einróma. Fulltrúar landanna ánægðir Þá segir að fulltrúar landanna þriggja séu ánægðir og stoltir af ákvörðuninni. „Þetta snýst ekki bara um jafnræði fyrir okkur. Þetta snýst um að við viljum axla fulla ábyrgð á því að efla norrænt samstarf. Nú getum við beitt kröftum okkar til að vinna að norrænni framtíðarsýn,“ er hafi eftir Høgna Hoydal, Færeyjum. „Með þessu fáum við skýrari rödd og jafnframt þá ábyrgð að taka þátt í að móta Norðurlönd til framtíðar,“ er haft eftir Annette Holmberg-Jansson, Álandseyjum. „Það gleður okkur að Norðurlandaráð hafi tekið fulla ábyrgð á því að hleypa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum inn í samstarfið í Norðurlandaráði. Nú vonumst við Grænlendingar til þess að ríkisstjórnirnar fylgi á eftir með vinnu sinni við uppfærslu Helsingforssamningsins. Sem fyrst,“ er haft eftir Justus Hansen, Grænlandi. Breytingin taki gildi 1. janúar 2026 og marki táknræna og raunverulega styrkingu norræns lýðræðis. „Við viljum sýna að Norðurlönd geta breyst innan frá. Við tölum oft um endurnýjun en nú sýnum við að við getum líka framkvæmt hana,“ er haft eftir áðurnefndum Henrik Møller.
Norðurlandaráð Grænland Færeyjar Álandseyjar Utanríkismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira