Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 11:02 Innviðir eru mikið skemmdir á Jamaíku. AP/Matias Delacroix Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix
Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42