Norðurslóðir loga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 16:43 Samsett gervihnattamynd sýnir reykjarmökkinn yfir norðanverðu Kanada. NASA Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017 Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017
Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira