Misgerðir sem verða ekki fyrirgefnar Tryggvi Gíslason skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun