„Staðreyndir“ Sigurðar Inga Ólafur Stephensen skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ólafur Stephensen Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun