Ó Reykjavík, ó Reykjavík Óttar Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun