Atvinnuleysi mælist nú mun minna í Eurozone löndum Evrópusambandsins, það er þeim löndum sem tekið hafa upp evruna sem gjaldmiðil. Hefur það ekki mælst eins lágt síðan í febrúar 2009 og er nú 9,1 prósent. Þetta er mat framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. City A.M greinir frá
Atvinnuleysi er þó enn mikið á Grikklandi, 21,7 prósent og á Spáni,17,1 prósent. Þá hefur atvinnuleysi í Bretlandi aldrei verið lægra síðan í desember 2008 eða 7,7 prósent.
Verðbólgan hefur einnig hækkað og var nú 1,3 prósent í júlí mánuði miðað við bráðabirgðamat. Bundnar eru vonir við að verðbólgan muni hækka upp í 2 prósent.
Atvinnuleysi hefur verið að lækka jafnt og þétt síðan í apríl árið 2013 eftir skuldavandi landanna stefndi framtíð evrunnar í óvissu.
Grikkland, sem þekkt hefur verið fyrir gallað hagkerfi, kom til að mynda aftur inn á alþjóðlegan skuldabréfamarkað og er því tekið sem tákni að bjartari tímar sé fram undan. Þá hafa nýjar hugsjónir stjórnmálamanna á borð við Emmanuel Macron um samheldni og alþjóðavæðingu einnig spilað þarna inn
