„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Árni Sæberg skrifar 3. nóvember 2025 11:53 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Ívar Fannar Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Þetta kemur fram í yfirferð greiningardeildarinnar um stöðu efnahagsmála um mánaðamót október og nóvember, sem gefin var út í dag. Þar er rekið að verðbólga hafi aukist úr 4,1 prósent í 4,3 prósent í október. Fyrir birtingu októbertölunnar hefði verðbólgan haldist á milli 3,8 prósent og 4,2 prósent síðan í febrúar, en hafi nú skotist rétt yfir þetta bil. Verðbólga án húsnæðis hafi aukist á milli mánaða og það sama megi segja um árshækkun allra þriggja kjarnavísitalnanna. „Þetta bendir til þess að undirliggjandi verðbólga hafi aukist.“ Flugfargjöld hækkuðu minna en búist var við Vísitalan hafi hækkað um 0,47 prósent á milli mánaða, sem sé nokkuð umfram spá deildarinnar um 0,39 prósent hækkun. Ýmsir undirliðir hafi hækkað meira en deildin hafi búist við, svo sem reiknuð húsaleiga, tómstundir og menning og matur og drykkjarvörur. Það hafi einna helst komið á óvart að flugfargjöld til útlanda hafi hækkað mun minna en deildin spáði og að verð á hótel- og veitingastaðaþjónustu hafi lækkað þvert á spána. Ársverðbólga hafi aukist um 0,2 prósentustig á milli mánaða í október. Framlag innfluttra vara og reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu hafi aukist, en framlag flugfargjalda til útlanda dregist saman. Framlag annarra undirliða hafi lítið breyst. 4,5 prósenta verðbólga í janúar og litlar líkur á lækkun Deildin geri nú ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,09 prósent í nóvember, hækki um 0,43 prósent í desember og lækki um 0,13 prósent í janúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,3 prósent í nóvember og desember og 4,5 prósent í janúar. Spáin sé hærri en síðasta spá deildin hafi birt í verðkönnunarvikunni sem skýrist aðallega af tvennu. Í fyrsta lagi hafi verðbólga í október verið meiri en deildin bjóst við og tólf mánaða takturinn verði því áfram hærri næstu mánuði. Hitt sé breytt gjaldtaka af ökutækjum, sem taki gildi um næstu áramót. „Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Peningastefnunefnd var einhuga um að halda vöxtum óbreyttum á síðustu tveimur fundum. Við teljum að í ljósi aukinnar verðbólgu, og ekki síst aukinnar undirliggjandi verðbólgu, séu nær engar líkur á vaxtalækkun. Langlíklegast þykir okkur að vöxtum verði áfram haldið óbreyttum.“ Landsbankinn Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirferð greiningardeildarinnar um stöðu efnahagsmála um mánaðamót október og nóvember, sem gefin var út í dag. Þar er rekið að verðbólga hafi aukist úr 4,1 prósent í 4,3 prósent í október. Fyrir birtingu októbertölunnar hefði verðbólgan haldist á milli 3,8 prósent og 4,2 prósent síðan í febrúar, en hafi nú skotist rétt yfir þetta bil. Verðbólga án húsnæðis hafi aukist á milli mánaða og það sama megi segja um árshækkun allra þriggja kjarnavísitalnanna. „Þetta bendir til þess að undirliggjandi verðbólga hafi aukist.“ Flugfargjöld hækkuðu minna en búist var við Vísitalan hafi hækkað um 0,47 prósent á milli mánaða, sem sé nokkuð umfram spá deildarinnar um 0,39 prósent hækkun. Ýmsir undirliðir hafi hækkað meira en deildin hafi búist við, svo sem reiknuð húsaleiga, tómstundir og menning og matur og drykkjarvörur. Það hafi einna helst komið á óvart að flugfargjöld til útlanda hafi hækkað mun minna en deildin spáði og að verð á hótel- og veitingastaðaþjónustu hafi lækkað þvert á spána. Ársverðbólga hafi aukist um 0,2 prósentustig á milli mánaða í október. Framlag innfluttra vara og reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu hafi aukist, en framlag flugfargjalda til útlanda dregist saman. Framlag annarra undirliða hafi lítið breyst. 4,5 prósenta verðbólga í janúar og litlar líkur á lækkun Deildin geri nú ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,09 prósent í nóvember, hækki um 0,43 prósent í desember og lækki um 0,13 prósent í janúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,3 prósent í nóvember og desember og 4,5 prósent í janúar. Spáin sé hærri en síðasta spá deildin hafi birt í verðkönnunarvikunni sem skýrist aðallega af tvennu. Í fyrsta lagi hafi verðbólga í október verið meiri en deildin bjóst við og tólf mánaða takturinn verði því áfram hærri næstu mánuði. Hitt sé breytt gjaldtaka af ökutækjum, sem taki gildi um næstu áramót. „Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Peningastefnunefnd var einhuga um að halda vöxtum óbreyttum á síðustu tveimur fundum. Við teljum að í ljósi aukinnar verðbólgu, og ekki síst aukinnar undirliggjandi verðbólgu, séu nær engar líkur á vaxtalækkun. Langlíklegast þykir okkur að vöxtum verði áfram haldið óbreyttum.“
Landsbankinn Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent