Reykholtshátíð Óttar Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar