Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 22:49 Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00