Körfubolti

Ísland í ógnarsterkum riðli í undankeppni EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland vann eftirminnilegan sigur á Ungverjalandi í síðustu undankeppni.
Ísland vann eftirminnilegan sigur á Ungverjalandi í síðustu undankeppni. Vísir/Stefán
Ísland lenti í afar sterkum riðli í undankeppni EM kvenna í körfubolta en dregið var í dag.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki af fjórum og lenti í A-riðli með Bosníu, Svartfjallalandi og Slóvakíu.

Spilað verður heima og að heiman í nóvember á þessu ári, febrúar 2018 og nóvember 2018.

Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í lokakeppnina, sem fer fram í Lettlandi og Serbíu, auk sex bestu liðanna sem lenda í öðru sæti. Alls eru átta riðlar í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×