United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Valur Páll Eiríksson skrifar 25. desember 2025 22:01 Rúben Amorim vill styrkja hópinn. Spurningin er hvort fjármagnið sé til. Getty/Justin Setterfield Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst? Fjórir kostir eru sagðir hvað mest til skoðunar innanbúðar hjá Rauðu djöflunum. Norðmaðurinn Antonio Nusa, tvítugur kantmaður Leipzig, sem kom þangað frá Club Brugge sumarið 2024. Sá hefur heillað, og ekki síst með norska landsliðinu sem er á leið á HM næsta sumar, í fyrsta sinn í 28 ár. Nusa hefur gert vel fyrir norska landsliðið.Image Photo Agency/Getty Images Liðsfélagi Nusa, hinn 19 ára gamli Yan Diomande frá Fílabeinsströndinni, er einnig sagður vekja áhuga United. Hann hefur aðeins verið í Þýskalandi í örfáa mánuði eftir skipti frá Leganés á Spáni í sumar en hefur skorað sex mörk í 14 deildarleikjum fyrir liðið. United hefur einnig augastað á Karim Adeyemi, leikmanni Dortmund. Sá er 23 ára og kom til Dortmund frá RB Salzburg sumarið 2022. Mikið kurr var í kringum Adeyemi þegar hann var táningur en hann hefur sýnt misgóðar frammistöður í gulri treyju Dortmund. Hann hefur þó endurheimt sæti í þýska landsliðshópnum í ár, eftir að hafa þreytt frumraun sína árið 2021, en ekkert leikið fyrir Þjóðverja frá 2022 til 2024. Karim Adeyemi er 23 ára, og elstur þeirra fjögurra sem United er sagt fylgjast með.Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Tyrkinn Kenan Yildiz er fjórði á listanum. Hann er tvítugur og spilar fyrir ítalska stórveldið Juventus. Yildiz er talinn meðal allra efnilegustu leikmanna heims og hefur ítrekað verið orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir að vera ekki eldri hefur hann þegar spilað tæplega 80 deildarleiki fyrir gömlu konuna í Tórínó. Ljóst er að allir þeir kostir sem nefndir eru verða United kostnaðarsamir og óljóst hversu mikið er milli handa eigenda liðsins í janúar-mánuði á leiktíð þar sem liðið er utan Evrópukeppni. Miðjumannastaðan er líklega ofar á forgangsröðun Rúbens Amorim sem er sagður vilja fá landa sinn Rúben Neves frá Sádi-Arabíu, en samningur hans rennur út í sumar við Al-Hilal. United er einnig með augastað á Carlos Baleba í Brighton, Elliot Anderson í Nottingham Forest, Adam Wharton í Crystal Palace, Tyler Adams í Bournemouth, Angelo Stiller, leikmanni Stuttgart og Joao Gomes, miðjumanni Wolves, hvað miðsvæðið varðar. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Fjórir kostir eru sagðir hvað mest til skoðunar innanbúðar hjá Rauðu djöflunum. Norðmaðurinn Antonio Nusa, tvítugur kantmaður Leipzig, sem kom þangað frá Club Brugge sumarið 2024. Sá hefur heillað, og ekki síst með norska landsliðinu sem er á leið á HM næsta sumar, í fyrsta sinn í 28 ár. Nusa hefur gert vel fyrir norska landsliðið.Image Photo Agency/Getty Images Liðsfélagi Nusa, hinn 19 ára gamli Yan Diomande frá Fílabeinsströndinni, er einnig sagður vekja áhuga United. Hann hefur aðeins verið í Þýskalandi í örfáa mánuði eftir skipti frá Leganés á Spáni í sumar en hefur skorað sex mörk í 14 deildarleikjum fyrir liðið. United hefur einnig augastað á Karim Adeyemi, leikmanni Dortmund. Sá er 23 ára og kom til Dortmund frá RB Salzburg sumarið 2022. Mikið kurr var í kringum Adeyemi þegar hann var táningur en hann hefur sýnt misgóðar frammistöður í gulri treyju Dortmund. Hann hefur þó endurheimt sæti í þýska landsliðshópnum í ár, eftir að hafa þreytt frumraun sína árið 2021, en ekkert leikið fyrir Þjóðverja frá 2022 til 2024. Karim Adeyemi er 23 ára, og elstur þeirra fjögurra sem United er sagt fylgjast með.Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Tyrkinn Kenan Yildiz er fjórði á listanum. Hann er tvítugur og spilar fyrir ítalska stórveldið Juventus. Yildiz er talinn meðal allra efnilegustu leikmanna heims og hefur ítrekað verið orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir að vera ekki eldri hefur hann þegar spilað tæplega 80 deildarleiki fyrir gömlu konuna í Tórínó. Ljóst er að allir þeir kostir sem nefndir eru verða United kostnaðarsamir og óljóst hversu mikið er milli handa eigenda liðsins í janúar-mánuði á leiktíð þar sem liðið er utan Evrópukeppni. Miðjumannastaðan er líklega ofar á forgangsröðun Rúbens Amorim sem er sagður vilja fá landa sinn Rúben Neves frá Sádi-Arabíu, en samningur hans rennur út í sumar við Al-Hilal. United er einnig með augastað á Carlos Baleba í Brighton, Elliot Anderson í Nottingham Forest, Adam Wharton í Crystal Palace, Tyler Adams í Bournemouth, Angelo Stiller, leikmanni Stuttgart og Joao Gomes, miðjumanni Wolves, hvað miðsvæðið varðar.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira