Lengjum fæðingarorlofið strax Elín Björg Jónsdóttir skrifar 27. júní 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar