Lengjum fæðingarorlofið strax Elín Björg Jónsdóttir skrifar 27. júní 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar