Áfram Boot Camp! Ívar Halldórsson skrifar 12. júní 2017 06:00 Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu! Ég horfi til baka í dag og átta mig á að ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er sú ákvörðun að skrá mig í Boot Camp. Þetta gerði ég vorið 2008. Boot Camp byggir á æfingakerfi bandarískra hermanna. Þetta er líkamsrækt sem þeir iðka í þjálfunarbúðum er þeir undirbúa sig fyrir átök af ýmsum toga á vígvellinum. Í stað hefðbundinna æfingatækja sem finnast á flestum líkamsræktarstöðvum, er aðallega unnið með eigin líkamsþyngd í Boot Camp - þótt einnig sé dálítið notast við sandpoka, keilbjöllur og kaðla. Margir ættu að kannast við þetta æfingaform úr kvikmyndum eins og “Jarhead”, “Private Benjamin og ”Stripes“. Mig grunaði þó aldrei að ég væri týpan í æfingar af þessu tagi. Einn daginn heyrði ég óvart einhverja auglýsingu frá Boot Camp; horfði niður á bumbuna á mér og ákvað, mér að óvörum, að skrá mig í 6 vikna námskeið. Ég hafði lítið hreyft mig í langan tíma, þótt ég væri farinn að sparka í bolta annað slagið með vinnufélögum mínum. Ég man að ég var mjög stressaður fyrir fyrsta Boot Camp tímann. Ég vissi að fyrsta áskorunin yrði nokkurs konar stöðumat sem innifól í sér rúmlega 2 kílómetra hlaup. Ég gerði mér ekki einu sinni almennilega grein fyrir því hversu löng vegalengd það va í raun og veru. Kvöldið fyrir fyrsta Boot Camp tímann ákvað ég því að hlaupa þessa vegalengd til þess að átta mig á hvort ég gæti þetta. Ég var hræddur um að gera mig að fífli í fyrstu áskoruninni og verða langsíðastur í hlaupinu. Daginn eftir, þegar ég vaknað eldsnemma til að fara í fyrsta tímann, var ég með hrikalegar harðsperrur eftir hlaupið kvöldið áður. Þvílíkur snillingur gat ég verið! Nú varð ég enn stressaðri fyrir hlaupið - allur einhver veginn lurkum laminn. En auðvitað endaði þetta allt saman vel. Ég var búinn að gera vel vaxinn úlfalda úr magurri mýflugu. Þegar fyrsti tíminn var loks búinn hafði ég unnið minn fyrsta sigur af fjölmörgum sem nýliði í herbúðum Boot Camp. Ég mun þó aldrei gleyma skrefunum frá dyrum stöðvarinnar að bílnum mínum eftir fyrsta tímann! Ég var gjörsamlega máttlaus í fótunum og komst rétt svo með herkjum að bílnum án þess að hrynja niður af vegna svampkenndra brauðfóta minna. Þegar ég ók loks af stað, hlýddu fæturnir mínir mér ekki og mér tókst að keyra upp á vegkant áður en ég rataði rétta leið út á Suðurlandsbrautina. Fæturnir mynduðu bandalag - ákveðnir í að gera uppreisn í kjölfar þessara nýju og áður óþekktu líkamlegu átaka. Harðsperrurnar hurfu þó á nokkrum dögum og ég gafst ekki upp. Ekki af því að ég var einhver svaka hetja, heldur vegna þess að ég var búinn að fjárfesta í 6 vikna námskeiði og ætlaði ekki að láta þá fjárhæðina sem ég greiddi fyrir námskeiðið fjúka út í veður og vind. Þetta er ein skynsamlegasta áskorun lífs míns til þessa. Ég fór þarna svo langt út fyrir þægindarammann minn að ég hefði örugglega þurft að slá inn (+354) til að ná sambandi við þann mig sem ég kannaðist betur við. Mínir nánustu töldu mig alls ekki týpuna í að stunda einhverja líkamsrækt; hvað þá hernaðarbrölt af þessu tagi! Þeir voru sannfærðir um að ég myndi aldrei endast í þessu. Á þessum 6 vikum jókst sjálfstraust mitt svo um munaði og ég fór að uppgötva hliðar á sjálfum mér sem ég hélt að væri ekki til. Þol, styrkur og úthald jókst það mikið að ég mér tókst að yfirstíga margar aðrar hindranir og áskoranir eins og 10 km og 21 km hlaup á hlaupatíma sem kom mér sjálfum og öðrum mjög á óvart. Meira að segja þjálfararnir hálf-undruðust og voru ánægðir með mín nýju afrek! Ég verð að segja að þjálfararnir í Boot Camp eru einstaklega fagmannlegir; hvetjandi og jákvæðir öllum tímu. Þeir hafa alltaf hjálpað öllum sem sækja námskeiðið að setja markið hærra og hærra hvert sinn. Þeir standa sem stólpar við bak okkar og sýna okkur óbilandi stuðning í baráttu okkar við hina ósigruðu líkamsræktar-risa í lífi okkar. Það sem einkennir Boot Camp æfingarnar er fjölbreytni, gleði, jákvæðni, hress tónlist og góður húmor. Það tekur tíma og talsverða vinnu að koma sér í gott form. En það sem gerir Boot Camp sérstakt, og í raun einstakt að mínu mati, er að ferðalagið sjálft yfir í miklu betra form er svo skemmtilegt og fjölbreytilegt! Enda hafa engar tvær æfingar, öll þessi ár mín í Boot Camp, verið eins! Frá Suðurlandsbrautinni yfir í Elliðarárdalinn - og loks yfir í Sporthúsið þar sem Boot Camp er til húsa í dag hef ég, hinn ólíklegi hermaður, fylgt þessari frábæru „hamingju-herdeild“ hvert sem hún fer og verið mjög virkur. Í dag er ég þó enn virkari en áður, skemmti mér meira en nokkru sinni fyrr og hlakka til hvers einasta tíma! Það er svo gefandi að vera umkringdur einstaklingum frá ólíkum sviðum samfélagsins og takast með þeim á við skemmtilegar áskoranir. Að horfa á venjulegt fólk yfirstíga gamlar hindranir og vinna persónulega sigra á stað þar sem einkunnarorð eins og „Ég hætti aldrei!„, „Engar afsakanir!“ og „Engin uppgjöf!“ eru drifkrafturinn. Nú á tíunda Boot Camp árinu mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni áður um að fólk geti miklu meira en það er búið að fullvissa sig sjálft um að það geti gert. Það blundar hetja í okkur öllum sem vert er að vekja af værum blundi sem allra fyrst! Það felst hamingja í góðri heilsu og sem betur fer er hún yfirleitt bara rétt innan seilingar fyrir þá sem eru tilbúnir að teygja sig eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu! Ég horfi til baka í dag og átta mig á að ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er sú ákvörðun að skrá mig í Boot Camp. Þetta gerði ég vorið 2008. Boot Camp byggir á æfingakerfi bandarískra hermanna. Þetta er líkamsrækt sem þeir iðka í þjálfunarbúðum er þeir undirbúa sig fyrir átök af ýmsum toga á vígvellinum. Í stað hefðbundinna æfingatækja sem finnast á flestum líkamsræktarstöðvum, er aðallega unnið með eigin líkamsþyngd í Boot Camp - þótt einnig sé dálítið notast við sandpoka, keilbjöllur og kaðla. Margir ættu að kannast við þetta æfingaform úr kvikmyndum eins og “Jarhead”, “Private Benjamin og ”Stripes“. Mig grunaði þó aldrei að ég væri týpan í æfingar af þessu tagi. Einn daginn heyrði ég óvart einhverja auglýsingu frá Boot Camp; horfði niður á bumbuna á mér og ákvað, mér að óvörum, að skrá mig í 6 vikna námskeið. Ég hafði lítið hreyft mig í langan tíma, þótt ég væri farinn að sparka í bolta annað slagið með vinnufélögum mínum. Ég man að ég var mjög stressaður fyrir fyrsta Boot Camp tímann. Ég vissi að fyrsta áskorunin yrði nokkurs konar stöðumat sem innifól í sér rúmlega 2 kílómetra hlaup. Ég gerði mér ekki einu sinni almennilega grein fyrir því hversu löng vegalengd það va í raun og veru. Kvöldið fyrir fyrsta Boot Camp tímann ákvað ég því að hlaupa þessa vegalengd til þess að átta mig á hvort ég gæti þetta. Ég var hræddur um að gera mig að fífli í fyrstu áskoruninni og verða langsíðastur í hlaupinu. Daginn eftir, þegar ég vaknað eldsnemma til að fara í fyrsta tímann, var ég með hrikalegar harðsperrur eftir hlaupið kvöldið áður. Þvílíkur snillingur gat ég verið! Nú varð ég enn stressaðri fyrir hlaupið - allur einhver veginn lurkum laminn. En auðvitað endaði þetta allt saman vel. Ég var búinn að gera vel vaxinn úlfalda úr magurri mýflugu. Þegar fyrsti tíminn var loks búinn hafði ég unnið minn fyrsta sigur af fjölmörgum sem nýliði í herbúðum Boot Camp. Ég mun þó aldrei gleyma skrefunum frá dyrum stöðvarinnar að bílnum mínum eftir fyrsta tímann! Ég var gjörsamlega máttlaus í fótunum og komst rétt svo með herkjum að bílnum án þess að hrynja niður af vegna svampkenndra brauðfóta minna. Þegar ég ók loks af stað, hlýddu fæturnir mínir mér ekki og mér tókst að keyra upp á vegkant áður en ég rataði rétta leið út á Suðurlandsbrautina. Fæturnir mynduðu bandalag - ákveðnir í að gera uppreisn í kjölfar þessara nýju og áður óþekktu líkamlegu átaka. Harðsperrurnar hurfu þó á nokkrum dögum og ég gafst ekki upp. Ekki af því að ég var einhver svaka hetja, heldur vegna þess að ég var búinn að fjárfesta í 6 vikna námskeiði og ætlaði ekki að láta þá fjárhæðina sem ég greiddi fyrir námskeiðið fjúka út í veður og vind. Þetta er ein skynsamlegasta áskorun lífs míns til þessa. Ég fór þarna svo langt út fyrir þægindarammann minn að ég hefði örugglega þurft að slá inn (+354) til að ná sambandi við þann mig sem ég kannaðist betur við. Mínir nánustu töldu mig alls ekki týpuna í að stunda einhverja líkamsrækt; hvað þá hernaðarbrölt af þessu tagi! Þeir voru sannfærðir um að ég myndi aldrei endast í þessu. Á þessum 6 vikum jókst sjálfstraust mitt svo um munaði og ég fór að uppgötva hliðar á sjálfum mér sem ég hélt að væri ekki til. Þol, styrkur og úthald jókst það mikið að ég mér tókst að yfirstíga margar aðrar hindranir og áskoranir eins og 10 km og 21 km hlaup á hlaupatíma sem kom mér sjálfum og öðrum mjög á óvart. Meira að segja þjálfararnir hálf-undruðust og voru ánægðir með mín nýju afrek! Ég verð að segja að þjálfararnir í Boot Camp eru einstaklega fagmannlegir; hvetjandi og jákvæðir öllum tímu. Þeir hafa alltaf hjálpað öllum sem sækja námskeiðið að setja markið hærra og hærra hvert sinn. Þeir standa sem stólpar við bak okkar og sýna okkur óbilandi stuðning í baráttu okkar við hina ósigruðu líkamsræktar-risa í lífi okkar. Það sem einkennir Boot Camp æfingarnar er fjölbreytni, gleði, jákvæðni, hress tónlist og góður húmor. Það tekur tíma og talsverða vinnu að koma sér í gott form. En það sem gerir Boot Camp sérstakt, og í raun einstakt að mínu mati, er að ferðalagið sjálft yfir í miklu betra form er svo skemmtilegt og fjölbreytilegt! Enda hafa engar tvær æfingar, öll þessi ár mín í Boot Camp, verið eins! Frá Suðurlandsbrautinni yfir í Elliðarárdalinn - og loks yfir í Sporthúsið þar sem Boot Camp er til húsa í dag hef ég, hinn ólíklegi hermaður, fylgt þessari frábæru „hamingju-herdeild“ hvert sem hún fer og verið mjög virkur. Í dag er ég þó enn virkari en áður, skemmti mér meira en nokkru sinni fyrr og hlakka til hvers einasta tíma! Það er svo gefandi að vera umkringdur einstaklingum frá ólíkum sviðum samfélagsins og takast með þeim á við skemmtilegar áskoranir. Að horfa á venjulegt fólk yfirstíga gamlar hindranir og vinna persónulega sigra á stað þar sem einkunnarorð eins og „Ég hætti aldrei!„, „Engar afsakanir!“ og „Engin uppgjöf!“ eru drifkrafturinn. Nú á tíunda Boot Camp árinu mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni áður um að fólk geti miklu meira en það er búið að fullvissa sig sjálft um að það geti gert. Það blundar hetja í okkur öllum sem vert er að vekja af værum blundi sem allra fyrst! Það felst hamingja í góðri heilsu og sem betur fer er hún yfirleitt bara rétt innan seilingar fyrir þá sem eru tilbúnir að teygja sig eftir henni.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun