„Starfsmaður í þjálfun“ talaði lengst allra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 grafík/guðmundur snær Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira