„Starfsmaður í þjálfun“ talaði lengst allra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 grafík/guðmundur snær Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira