Um áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 28. apríl 2017 07:00 Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar