Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. apríl 2017 11:45 Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun