Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 15:00 Rúrik Gíslason er mættur aftur. vísir/getty Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30