Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 19:00 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira