Konur gegndu lykilhlutverki við uppbyggingu Rúanda Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. mars 2017 07:00 Christine Nkulikiyinka, sendiherra Rúanda, segir landið nú með þeim öruggustu í heimi. vísir/eyþór Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira