Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2025 15:32 Trump vill verða forseti þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna banni það. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira