Musk í samkeppni við Wikipedia Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 11:53 Elon Musk í Hvíta húsinu, þegar allt lék í lyndi milli hans og Donalds Trump. EPA/FRANCIS CHUNG Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál. Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál.
Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent