Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Spáni: Sonný Lára í markinu og aftur þriggja manna vörn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. vísir
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að velja liðið sem mætir Spáni í lokaumferð riðlakeppni Algarve-mótsins í fótbolta í dag.

Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, fær tækifæri á móti spænska liðinu í dag sem er á toppnum með sex stig eftir tvo leiki.

Freyr spilar aftur með þriggja manna vörn en hana skipa Arna Sif, Sif Atladóttir og Anna Björk. Glódís Perla byrjar á bekknum í dag en í 3-4-3 kerfinu tapaði Ísland síðasta leik á móti Japan.

ísland getur með sigri í dag og sigri hjá Noregi á móti Japan náð öðru sæti riðilsins og spilað um bronsverðlaun en stelpurnar okkar eiga ekki möguleika á sigri í riðlinum.

Leikurinn hefst klukkan 14.45.

Byrjunarliðið:

Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir

Vörn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sif Atladóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Miðja: Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir

Sókn: Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×