Almenn skynsemi Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2017 12:00 Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar