Almenn skynsemi Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2017 12:00 Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun