Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu