Ryðgaðir lyklar Ívar Halldórsson skrifar 30. janúar 2017 12:14 Fólk hefur yfir ýmsu að kvarta. Það gagnrýnir frammistöðu stjórnmálaflokka, fyrirtækja og stofnana án þess að hika. Land okkar virðist vera stútfullt af sérfræðingum, en einhverra hluta vegna virðist þetta fólk hafa hafnað á vitlausri tröppu í þjóðfélagsstiganum. Okkar bestu stjórnmálasnillingar og viðskiptafrömuðir fara víst huldu höfði og virðast önnum kafnir við að baka brauð, sópa götur eða dæla bensíni. Kannski ert þú sem ert að lesa þennan pistil miklu hæfari til þess verks að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Kannski væru skattar lægri, skuldirnar minni, aldraðir ánægðari og veturinn styttri ef þú fengir að ráða. Kannski þarf að hrókera allhressilega til að hinir týndu snillingar alþýðunnar komist í kastljósið og geti hafist handa við að bjarga Íslandi frá glötun. En á meðan við bíðum eftir því að þeir sem vita betur stígi fram í dagsljósið og leiðrétti alla þessa endemis vitleysu sem við erum endalaust að glíma við, skulum við öll nýta tímann vel. Í stað þess að röfla yfir því sem aðrir eru ekki að gera, getum við byrjað að gera það sem við erum ekki að gera. Fjöldi þeirra sem gagnrýna slæma stöðu ríkissjóðs gefa ekki upp alla sína skatta. Þeir kjósa oft svörtu leiðina eða aðrar vafasamar leiðir til að svindla á skattkerfinu. Þeir leysa eigin vanda á kostnað samlanda sinna sem reiða sig á þá þjónustu sem skattpeningar eiga að greiða fyrir. Því fleiri sem reyna í eigingirni að leysa eigin skort með skattsvikum, því lengra eigum við í land með að finna raunhæfar lausnir. Svo er það fólkið sem kýs að hanga heima í tölvuleikjum, frekar en að finna sér vinnu. Það gerir kröfur um að geta keyrt á góðu malbiki, vilja hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og menntun þegar því hentar. Það pásar „Call of Duty“ leikinn á meðan það hringir inn í umræðuþætti; gerir skothríð að þingmönnum og bölsótast yfir aðgerðarleysi þeirra í efnahags- og atvinnumálum í stað þess að fara út og anda að sér tækifærunum og efla stöðu almennings. Margir þeirra sem gagnrýna hvað harðast veikar stoðir heilbrigðiskerfisins reykja eins og strompar, gúffa í sig alls kyns óhollustu, og leyfa líkama sínum að grotna niður í aðgerðaleysi. Mikið fjármagn fer í að tjasla óábyrgu fólki saman, sem hundsar eigið heilbrigði á kostnað almennings á meðan fjöldi fólks sem glímir við ófyrirséð veikindi, andlega sjúkdóma eða afleiðingar alvarlega slysa fær ekki nauðsynlega þjónustu. Margir gagnrýna opinberlega of litla löggæslu í umferðinni og harma óheppileg umferðarslys, en keyra svo sjálfir eins og fangar á flótta með einn kaldann á kantinum. Fólk vill að ráðamenn vinni hart að því að auka öryggi í umferðinni, en nennir svo ekki einu sinni sjálft að lyfta litla fingri til að gefa stefnuljós og auka þannig eigiðmöryggi og annara. Fjöldi fólks tjáir sig opinberlega um hungursneyð í heiminum og gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda. Það tímir þó ekki þúsundkalli til að hjálpa fátækum nágranna sínum án þess að fá loforð, helst þrívottað, um skjóta endurgreiðslu. Svona mætti lengi halda áfram. Í stað þess að kvarta endalaust yfir aðgerðarleysi yfirvalda og embættismanna ættum við að líta í eigin barm. Við ættum að athuga gaumgæfilega hvort við sjálf séum hluti af þeim vanda sem við viljum að aðrir leysi sem fyrst. Breyting þarf að eiga sér stað á okkar hugarfari. Það getur þó enginn breytt okkur án okkar samþykkis – hvorki ríkisstjórn, prestur eða pistlahöfundur. Við verðum að breyta okkur sjálf og byrja að ganga sjálf í takt við okkar kröfur til annara. Við erum öll lykilmanneskjur. Við erum öll með lykla sem opna læstar hurðar víða í okkar samfélagi. Sumar eru litlar og aðrar stórar. Við þurfum hvert fyrir sig að taka ábyrgð á okkar eigin lyklakippum. Á kippunum hanga fjölmargir lyklar; sumir áreiðanlega orðnir vel ryðgaðir vegna lítillar notkunar. Ef við bíðum með að kenna öllum öðrum um vankanta þjóðfélags okkar, í það minnsta á meðan við finnum út úr því hvernig við sjálf getum lagt okkar á vogarskálarnar, er hugsanlegt að hurðir sem lengi hafa verið læstar í okkar þjóðfélagi, hrökkvi skyndilega úr lás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk hefur yfir ýmsu að kvarta. Það gagnrýnir frammistöðu stjórnmálaflokka, fyrirtækja og stofnana án þess að hika. Land okkar virðist vera stútfullt af sérfræðingum, en einhverra hluta vegna virðist þetta fólk hafa hafnað á vitlausri tröppu í þjóðfélagsstiganum. Okkar bestu stjórnmálasnillingar og viðskiptafrömuðir fara víst huldu höfði og virðast önnum kafnir við að baka brauð, sópa götur eða dæla bensíni. Kannski ert þú sem ert að lesa þennan pistil miklu hæfari til þess verks að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Kannski væru skattar lægri, skuldirnar minni, aldraðir ánægðari og veturinn styttri ef þú fengir að ráða. Kannski þarf að hrókera allhressilega til að hinir týndu snillingar alþýðunnar komist í kastljósið og geti hafist handa við að bjarga Íslandi frá glötun. En á meðan við bíðum eftir því að þeir sem vita betur stígi fram í dagsljósið og leiðrétti alla þessa endemis vitleysu sem við erum endalaust að glíma við, skulum við öll nýta tímann vel. Í stað þess að röfla yfir því sem aðrir eru ekki að gera, getum við byrjað að gera það sem við erum ekki að gera. Fjöldi þeirra sem gagnrýna slæma stöðu ríkissjóðs gefa ekki upp alla sína skatta. Þeir kjósa oft svörtu leiðina eða aðrar vafasamar leiðir til að svindla á skattkerfinu. Þeir leysa eigin vanda á kostnað samlanda sinna sem reiða sig á þá þjónustu sem skattpeningar eiga að greiða fyrir. Því fleiri sem reyna í eigingirni að leysa eigin skort með skattsvikum, því lengra eigum við í land með að finna raunhæfar lausnir. Svo er það fólkið sem kýs að hanga heima í tölvuleikjum, frekar en að finna sér vinnu. Það gerir kröfur um að geta keyrt á góðu malbiki, vilja hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og menntun þegar því hentar. Það pásar „Call of Duty“ leikinn á meðan það hringir inn í umræðuþætti; gerir skothríð að þingmönnum og bölsótast yfir aðgerðarleysi þeirra í efnahags- og atvinnumálum í stað þess að fara út og anda að sér tækifærunum og efla stöðu almennings. Margir þeirra sem gagnrýna hvað harðast veikar stoðir heilbrigðiskerfisins reykja eins og strompar, gúffa í sig alls kyns óhollustu, og leyfa líkama sínum að grotna niður í aðgerðaleysi. Mikið fjármagn fer í að tjasla óábyrgu fólki saman, sem hundsar eigið heilbrigði á kostnað almennings á meðan fjöldi fólks sem glímir við ófyrirséð veikindi, andlega sjúkdóma eða afleiðingar alvarlega slysa fær ekki nauðsynlega þjónustu. Margir gagnrýna opinberlega of litla löggæslu í umferðinni og harma óheppileg umferðarslys, en keyra svo sjálfir eins og fangar á flótta með einn kaldann á kantinum. Fólk vill að ráðamenn vinni hart að því að auka öryggi í umferðinni, en nennir svo ekki einu sinni sjálft að lyfta litla fingri til að gefa stefnuljós og auka þannig eigiðmöryggi og annara. Fjöldi fólks tjáir sig opinberlega um hungursneyð í heiminum og gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda. Það tímir þó ekki þúsundkalli til að hjálpa fátækum nágranna sínum án þess að fá loforð, helst þrívottað, um skjóta endurgreiðslu. Svona mætti lengi halda áfram. Í stað þess að kvarta endalaust yfir aðgerðarleysi yfirvalda og embættismanna ættum við að líta í eigin barm. Við ættum að athuga gaumgæfilega hvort við sjálf séum hluti af þeim vanda sem við viljum að aðrir leysi sem fyrst. Breyting þarf að eiga sér stað á okkar hugarfari. Það getur þó enginn breytt okkur án okkar samþykkis – hvorki ríkisstjórn, prestur eða pistlahöfundur. Við verðum að breyta okkur sjálf og byrja að ganga sjálf í takt við okkar kröfur til annara. Við erum öll lykilmanneskjur. Við erum öll með lykla sem opna læstar hurðar víða í okkar samfélagi. Sumar eru litlar og aðrar stórar. Við þurfum hvert fyrir sig að taka ábyrgð á okkar eigin lyklakippum. Á kippunum hanga fjölmargir lyklar; sumir áreiðanlega orðnir vel ryðgaðir vegna lítillar notkunar. Ef við bíðum með að kenna öllum öðrum um vankanta þjóðfélags okkar, í það minnsta á meðan við finnum út úr því hvernig við sjálf getum lagt okkar á vogarskálarnar, er hugsanlegt að hurðir sem lengi hafa verið læstar í okkar þjóðfélagi, hrökkvi skyndilega úr lás.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun