„No comment” Stefán Máni skrifar 17. janúar 2017 07:00 Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun