„No comment” Stefán Máni skrifar 17. janúar 2017 07:00 Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun