Eru þetta endalok „Trump-batans“? Lars Christensen skrifar 18. janúar 2017 12:15 Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar