Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Þingvellir og Gullfoss koma ítrekað fram í umræðunni um fjöldatakmarkanir ferðamanna. Mynd/Kári Jónasson Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira