Ljóstýra í Aleppo Lilja Alfreðsdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Fréttamyndir sem bárust frá borginni Aleppo í Sýrlandi í síðustu viku voru óhugnanlegar. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi rússneska flughersins og stjórnvalda í Íran, tókst með vægðarlausum hætti að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna og skeytti engu um afdrif óbreyttra borgara. Fréttir hafa borist um skipulagðar aftökur á almenningi og við blasir að stríðsglæpir hafi verið framdir í borginni. Tilgangurinn virðist ekki eingöngu vera sá að ná borginni, heldur senda í leiðinni skilaboð til annarra borga og svæða um hernaðarmátt og grimmd stjórnvalda. Að sýna óbreyttum borgurum að þeir geti ekki staðið á hliðarlínunni og refsingin fyrir beinan eða óbeinan stuðning við uppreisnarmenn sé hörð. Að fá almenning til að þrýsta á uppreisnarmenn í sínum röðum til að leggja niður vopn, enda sé gjaldið fyrir áframhaldandi átök óbærilega hátt. Íslensk stjórnvöld hafa í félagi við aðrar Norðurlandaþjóðir ítrekað kallað eftir því að alþjóðalög séu virt og mannúðarsamtök komist á átakasvæði til að veita aðstoð og hjúkra. Það er því mikið fagnaðarefni, að ályktun þar að lútandi skyldi vera samþykkt í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á mánudaginn. Að auki er í henni kallað eftir vernd á hjúkrunarfólki og veitendum mannúðaraðstoðar og að eftirlitssveit á vegum Sameinuðu þjóðanna fari til Aleppo og fylgist þar með málum. Hitt er grátlegt, að öryggisráðið hafi ekki ályktað miklu fyrr í þessa veru því ástandið hefur lengið verið hræðilegt í Aleppo. Það er einlæg von mín, að ályktun mánudagsins marki tímamót og viðbrögð öryggisráðsins verði framvegis skilvirkari en hingað til.Þörfin geigvænleg Fjárstuðningur íslenskra stjórnvalda við mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka sem aðstoða Sýrlendinga nemur um 600 milljónum króna á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðasta ári. Þörfin fyrir aðstoð er geigvænleg, enda er landið sundurtætt eftir fimm ára stríð. Um hálf milljón manna hefur dáið, ríflega 11 milljónir manna hafa flúið heimili sitt og 13,5 milljónir þurfa á brýnni aðstoð að halda. Aðstæður þessa fólks eru slæmar, sérstaklega á köldum vetri þar sem börn og fullorðnir þurfa hlý föt, mat, húsaskjól og öryggi. Ekkert af þessu er auðvelt að tryggja við núverandi aðstæður og þess vegna er svo mikilvægt að mannúðarsamtök fái að athafna sig. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna boðið Sýrlendingum alþjóðlega vernd og fasta búsetu. 70 manns eru þegar komnir til landsins og í janúar bætast 47 einstaklingar í hópinn, sem þá mun alls telja 117 manns. Í flestum tilvikum er um ræða barnmargar fjölskyldur sem hafa ríka þörf fyrir vernd. Þá eru ótaldir þeir sem hingað hafa ferðast á eigin vegum og fengið alþjóðlega vernd á grundvelli útlendingalaga. Alls hafa íslensk stjórnvöld varið 2 milljörðum króna til að mæta flóttamannavandanum sem á upptök sín í átökunum í Sýrlandi. Hér í landi allsnægtanna styttist í jólin - hátíð ljóss og friðar. Í Aleppo blasa hins vegar við húsarústir, mannvonska og myrkur. Ljóstýra kann þó að hafa kviknað með þeim aðgerðum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur loksins ákveðið að grípa til, þótt þær séu aðeins hænuskref á langri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttamyndir sem bárust frá borginni Aleppo í Sýrlandi í síðustu viku voru óhugnanlegar. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi rússneska flughersins og stjórnvalda í Íran, tókst með vægðarlausum hætti að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna og skeytti engu um afdrif óbreyttra borgara. Fréttir hafa borist um skipulagðar aftökur á almenningi og við blasir að stríðsglæpir hafi verið framdir í borginni. Tilgangurinn virðist ekki eingöngu vera sá að ná borginni, heldur senda í leiðinni skilaboð til annarra borga og svæða um hernaðarmátt og grimmd stjórnvalda. Að sýna óbreyttum borgurum að þeir geti ekki staðið á hliðarlínunni og refsingin fyrir beinan eða óbeinan stuðning við uppreisnarmenn sé hörð. Að fá almenning til að þrýsta á uppreisnarmenn í sínum röðum til að leggja niður vopn, enda sé gjaldið fyrir áframhaldandi átök óbærilega hátt. Íslensk stjórnvöld hafa í félagi við aðrar Norðurlandaþjóðir ítrekað kallað eftir því að alþjóðalög séu virt og mannúðarsamtök komist á átakasvæði til að veita aðstoð og hjúkra. Það er því mikið fagnaðarefni, að ályktun þar að lútandi skyldi vera samþykkt í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á mánudaginn. Að auki er í henni kallað eftir vernd á hjúkrunarfólki og veitendum mannúðaraðstoðar og að eftirlitssveit á vegum Sameinuðu þjóðanna fari til Aleppo og fylgist þar með málum. Hitt er grátlegt, að öryggisráðið hafi ekki ályktað miklu fyrr í þessa veru því ástandið hefur lengið verið hræðilegt í Aleppo. Það er einlæg von mín, að ályktun mánudagsins marki tímamót og viðbrögð öryggisráðsins verði framvegis skilvirkari en hingað til.Þörfin geigvænleg Fjárstuðningur íslenskra stjórnvalda við mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka sem aðstoða Sýrlendinga nemur um 600 milljónum króna á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðasta ári. Þörfin fyrir aðstoð er geigvænleg, enda er landið sundurtætt eftir fimm ára stríð. Um hálf milljón manna hefur dáið, ríflega 11 milljónir manna hafa flúið heimili sitt og 13,5 milljónir þurfa á brýnni aðstoð að halda. Aðstæður þessa fólks eru slæmar, sérstaklega á köldum vetri þar sem börn og fullorðnir þurfa hlý föt, mat, húsaskjól og öryggi. Ekkert af þessu er auðvelt að tryggja við núverandi aðstæður og þess vegna er svo mikilvægt að mannúðarsamtök fái að athafna sig. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna boðið Sýrlendingum alþjóðlega vernd og fasta búsetu. 70 manns eru þegar komnir til landsins og í janúar bætast 47 einstaklingar í hópinn, sem þá mun alls telja 117 manns. Í flestum tilvikum er um ræða barnmargar fjölskyldur sem hafa ríka þörf fyrir vernd. Þá eru ótaldir þeir sem hingað hafa ferðast á eigin vegum og fengið alþjóðlega vernd á grundvelli útlendingalaga. Alls hafa íslensk stjórnvöld varið 2 milljörðum króna til að mæta flóttamannavandanum sem á upptök sín í átökunum í Sýrlandi. Hér í landi allsnægtanna styttist í jólin - hátíð ljóss og friðar. Í Aleppo blasa hins vegar við húsarústir, mannvonska og myrkur. Ljóstýra kann þó að hafa kviknað með þeim aðgerðum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur loksins ákveðið að grípa til, þótt þær séu aðeins hænuskref á langri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar