Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2016 12:15 Nýja skiltið sem Margeir setti upp við landið sitt í Bláskógabyggð, á milli Gulffoss og Geysis, á aðfangadag. Margeir Ingólfsson Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Bláskógabyggð, setti upp skilti við jörð sína að morgni aðfangadags til að bregðast við þeim fjölda ferðamanna sem stoppar á veginum, klappar og gefur hrossunum að borða. Erfitt er að meta reynsluna nú þremur dögum síðar en Margeir lenti þó í því strax á jóladag að vera sakaður um dónaskap af fararstjóra sem þóttist ekkert leyfi þurfa til að gefa hrossunum að éta. „Langflestir ábyrgir aðilar í ferðaþjónustu virða þetta og hafa fullan skilning á þessu. En það eru svartir sauðir í þessum hópi eins og öðrum,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Fólk sem geri út á eigur annarra án þess að virða það. Klappað og gefið í tíma og ótíma Margeir deildi hugleiðingum sínum á Facebook í gær og var henni meðal annars deilt í hópinn Bakland Ferðaþjónustunnar sem hefur verið afar virkur í umræðu um það sem vel er gert og betur má fara í tengslum við hinn mikla straum ferðamanna til Íslands undanfarin ár. Straum sem sér ekki fyrir endann á og flestir fagna. Að sögn Margeirs eru margir sem sjá ekki vandann við að hrossum sé klappað og gefið í tíma og ótíma. Hann útskýrir það fyrir lesendum. „Þarna erum við að rækta reiðhross sem hreinlega þola það ekki að vera meðhöndluð sem gæludýr, að mörg hundruð manns séu að klappa þeim og gefa þeim. Þá verða þetta eins og ofdekraðir krakkar,“ segir Margeir. Engum dytti í hug að fara inn í garð hjá ókunnugum og gefa hundum, köttum og hvað þá börnum að borða. Margeir segist sjálfur hafa þurft að fella trippi, unga hesta, sem hafi verið orðin ofdekruð og frek. Ekki litir út fyrir að þau yrðu almennileg reiðhross og þess utan hafi þau verið orðin hættuleg.Hrossin hættuleg fólki „Þau virtu ekki manninn. Þegar túristar komu þá fóru þau að slást um bitann,“ segir Margeir. Trippin hafi ekki aðeins verið hættuleg hvert öðru heldur fólki líka. Þá þekki hann dæmi þess að hross hafi fengið hrossasótt, meltingarfærastíflu, vegna þeirrar fæðu sem þau fá hjá ferðamönnum sem virðist sumir hverjir tína saman afganga úr bílnum sínum og gefa hrossunum. „Meltingarvegur þeirra ræður ekki við þetta.“ Margeir heldur því til haga að það sé undantekning að menn virði ekki ábendingar hans. Þó hafi komið aðili á jóladag með ferðamenn sem hafi verið einkar dónalegur. Talið sig vera í fullum rétti að leggja við þjóðveginn, klappa hrossunum og gefa þeim að borða. „Hann stóð með brauðpoka og dældi brauði í hrossin mín, við hliðina á skiltinu. Ég spurði hann hvort hann hefði heimild frá eiganda,“ segir Margeir, eigandinn. „Hann taldi sig ekki þurfa leyfi, hann gerði þetta alltaf. Það mættu allir gefa hestum og ég væri hreinlega dóni að skipta mér af þessu.“Ætlar að koma upp aðstöðu Þeim sem stoppa í vegarkantinum við jörð Margeirs hefur fækkað en vandamálið er þó enn við lýði hjá þeim sem eru með hross á jörð við þjóðveginn. Sumir hafi bent Margeiri á að vera einfaldlega með hrossin á annarri jörð, fjær þjóðveginum. „Þetta er mitt land og líka besta landið þar sem ég get sinnt hrossunum. Þarna er gott skjól, rennandi vatn og gott að fóðra þau með heyi. Af hverju ætti ég að færa hrossin þangað sem þau hafa það verra?“ spyr Margeir sem hugsar þó í lausnum. Það sé lykilatriði að geta tekið umræðuna og leyst vandamálin. Margeir hefur í hyggju að stíga skrefið og koma upp aðstöðu við landið sitt, gott bílaplan þar sem bæði rútur og bílaleigubílar geti stöðvað. „Þar verða hross í girðingu sem má klappa, fullorðin hross sem eru komin á aldur. Þar má koma og klappa þeim, hugsanlega gefa þeim eitthvað sem ég er með. Fólk getur tekið myndir og aðstaðan er örugg,“ segir Margeir en mikil hætta geti skapast þar sem fólk leggi bílum sínum úti í vegarkanti. „Mig langar að láta á þetta reyna. Þá kemur í ljós hvort ferðaþjónustuaðilar vilja nýta sér þessa þjónustu fyrir lágmarksgjald. Að lofa sínum kúnnum að upplifa íslenska hestinn,“ segir Margeir. Hann hafi orðað þetta við nokkra aðila og hafa viðbrögðin verið ágæt þótt sumir segi varla taka því að rukka fyrir svo stutt stopp. Færslu Margeirs má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Bláskógabyggð, setti upp skilti við jörð sína að morgni aðfangadags til að bregðast við þeim fjölda ferðamanna sem stoppar á veginum, klappar og gefur hrossunum að borða. Erfitt er að meta reynsluna nú þremur dögum síðar en Margeir lenti þó í því strax á jóladag að vera sakaður um dónaskap af fararstjóra sem þóttist ekkert leyfi þurfa til að gefa hrossunum að éta. „Langflestir ábyrgir aðilar í ferðaþjónustu virða þetta og hafa fullan skilning á þessu. En það eru svartir sauðir í þessum hópi eins og öðrum,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Fólk sem geri út á eigur annarra án þess að virða það. Klappað og gefið í tíma og ótíma Margeir deildi hugleiðingum sínum á Facebook í gær og var henni meðal annars deilt í hópinn Bakland Ferðaþjónustunnar sem hefur verið afar virkur í umræðu um það sem vel er gert og betur má fara í tengslum við hinn mikla straum ferðamanna til Íslands undanfarin ár. Straum sem sér ekki fyrir endann á og flestir fagna. Að sögn Margeirs eru margir sem sjá ekki vandann við að hrossum sé klappað og gefið í tíma og ótíma. Hann útskýrir það fyrir lesendum. „Þarna erum við að rækta reiðhross sem hreinlega þola það ekki að vera meðhöndluð sem gæludýr, að mörg hundruð manns séu að klappa þeim og gefa þeim. Þá verða þetta eins og ofdekraðir krakkar,“ segir Margeir. Engum dytti í hug að fara inn í garð hjá ókunnugum og gefa hundum, köttum og hvað þá börnum að borða. Margeir segist sjálfur hafa þurft að fella trippi, unga hesta, sem hafi verið orðin ofdekruð og frek. Ekki litir út fyrir að þau yrðu almennileg reiðhross og þess utan hafi þau verið orðin hættuleg.Hrossin hættuleg fólki „Þau virtu ekki manninn. Þegar túristar komu þá fóru þau að slást um bitann,“ segir Margeir. Trippin hafi ekki aðeins verið hættuleg hvert öðru heldur fólki líka. Þá þekki hann dæmi þess að hross hafi fengið hrossasótt, meltingarfærastíflu, vegna þeirrar fæðu sem þau fá hjá ferðamönnum sem virðist sumir hverjir tína saman afganga úr bílnum sínum og gefa hrossunum. „Meltingarvegur þeirra ræður ekki við þetta.“ Margeir heldur því til haga að það sé undantekning að menn virði ekki ábendingar hans. Þó hafi komið aðili á jóladag með ferðamenn sem hafi verið einkar dónalegur. Talið sig vera í fullum rétti að leggja við þjóðveginn, klappa hrossunum og gefa þeim að borða. „Hann stóð með brauðpoka og dældi brauði í hrossin mín, við hliðina á skiltinu. Ég spurði hann hvort hann hefði heimild frá eiganda,“ segir Margeir, eigandinn. „Hann taldi sig ekki þurfa leyfi, hann gerði þetta alltaf. Það mættu allir gefa hestum og ég væri hreinlega dóni að skipta mér af þessu.“Ætlar að koma upp aðstöðu Þeim sem stoppa í vegarkantinum við jörð Margeirs hefur fækkað en vandamálið er þó enn við lýði hjá þeim sem eru með hross á jörð við þjóðveginn. Sumir hafi bent Margeiri á að vera einfaldlega með hrossin á annarri jörð, fjær þjóðveginum. „Þetta er mitt land og líka besta landið þar sem ég get sinnt hrossunum. Þarna er gott skjól, rennandi vatn og gott að fóðra þau með heyi. Af hverju ætti ég að færa hrossin þangað sem þau hafa það verra?“ spyr Margeir sem hugsar þó í lausnum. Það sé lykilatriði að geta tekið umræðuna og leyst vandamálin. Margeir hefur í hyggju að stíga skrefið og koma upp aðstöðu við landið sitt, gott bílaplan þar sem bæði rútur og bílaleigubílar geti stöðvað. „Þar verða hross í girðingu sem má klappa, fullorðin hross sem eru komin á aldur. Þar má koma og klappa þeim, hugsanlega gefa þeim eitthvað sem ég er með. Fólk getur tekið myndir og aðstaðan er örugg,“ segir Margeir en mikil hætta geti skapast þar sem fólk leggi bílum sínum úti í vegarkanti. „Mig langar að láta á þetta reyna. Þá kemur í ljós hvort ferðaþjónustuaðilar vilja nýta sér þessa þjónustu fyrir lágmarksgjald. Að lofa sínum kúnnum að upplifa íslenska hestinn,“ segir Margeir. Hann hafi orðað þetta við nokkra aðila og hafa viðbrögðin verið ágæt þótt sumir segi varla taka því að rukka fyrir svo stutt stopp. Færslu Margeirs má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira