Tónlistariðnaðurinn að vaxa í fyrsta sinn í áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 09:30 Áætlað er að tekjur af tónlist muni aukast um sex prósent á árinu. Vísir/Hanna Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira