Gaupi og Henson ræða Hemma Gunn í 70 ára afmælinu: „Það var eðal Hemmi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 19:00 Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira