Almenningssamgöngur á landsbyggðinni Hildur Þórisdóttir skrifar 21. október 2016 00:00 Það er gott að búa úti á landi, það vita þeir sem það hafa reynt. Þó er öllum ljóst sem búa á landsbyggðinni að samþjöppun stjórnsýslu og þjónustu til suðvesturhornsins hefur verið mikil í gegnum tíðina. Nú er svo komið að þjónusta til dæmis sérfræðilækna er að mestu leyti staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta veldur því að í síauknum mæli þarf landsbyggðarfólk að sækja þjónustu hins opinbera til höfuðborgarinnar sem hefur valdið aðstöðumuni á landsbyggðinni. Innanlandsflug og verðlag þess er því eitt af hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Um þessar mundir eru rúmlega 8.000 manns aðilar að hópi á fésbókinni þar sem deilt er sögum og upplifunum af dýru innanlandsflugi. Þar er niðurstaðan ætíð sú sama. Verðlagið á innanlandsfluginu er skerðing á lífsgæðum fólks sem kýs að búa á landsbyggðinni en þarf af ýmsum ástæðum að nota innanlandsflugið. Á þessu þarf að leita lausna í samvinnu við stjórnvöld ef það er raunverulegur vilji til þess að blómlegt mannlíf þrífist á landinu öllu. Innanlandsflugið þarf að komast á þann stað að vera raunverulegur valkostur allra sem samgöngumáti. En fyrst þarf að skilgreina innanlandsflugið sem almenningssamgöngur og vinna síðan út frá því. Ríkið niðurgreiðir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 milljarða króna á ári svo að næsta rökrétta skref ætti að vera að rétta hlut landsbyggðarinnar í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að búa úti á landi, það vita þeir sem það hafa reynt. Þó er öllum ljóst sem búa á landsbyggðinni að samþjöppun stjórnsýslu og þjónustu til suðvesturhornsins hefur verið mikil í gegnum tíðina. Nú er svo komið að þjónusta til dæmis sérfræðilækna er að mestu leyti staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta veldur því að í síauknum mæli þarf landsbyggðarfólk að sækja þjónustu hins opinbera til höfuðborgarinnar sem hefur valdið aðstöðumuni á landsbyggðinni. Innanlandsflug og verðlag þess er því eitt af hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Um þessar mundir eru rúmlega 8.000 manns aðilar að hópi á fésbókinni þar sem deilt er sögum og upplifunum af dýru innanlandsflugi. Þar er niðurstaðan ætíð sú sama. Verðlagið á innanlandsfluginu er skerðing á lífsgæðum fólks sem kýs að búa á landsbyggðinni en þarf af ýmsum ástæðum að nota innanlandsflugið. Á þessu þarf að leita lausna í samvinnu við stjórnvöld ef það er raunverulegur vilji til þess að blómlegt mannlíf þrífist á landinu öllu. Innanlandsflugið þarf að komast á þann stað að vera raunverulegur valkostur allra sem samgöngumáti. En fyrst þarf að skilgreina innanlandsflugið sem almenningssamgöngur og vinna síðan út frá því. Ríkið niðurgreiðir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 milljarða króna á ári svo að næsta rökrétta skref ætti að vera að rétta hlut landsbyggðarinnar í þeim efnum.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar