Berglind fékk nýliðasturtuna í miðju viðtali | Sjáðu markið og hrekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2016 19:45 „Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30