Háir vextir og verðbólga - myntráð er lausnin Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 27. október 2016 10:52 Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun