Móðurkviður eða myrk gröf Ívar Halldórsson skrifar 10. október 2016 10:21 Líf kviknar. Fyrsti kafli framtíðar lifandi manneskju er hafinn. Heill heimur af möguleikum og tækifærum opnast. Ævi full af ævintýrum og afrekum bíða þessa nýja lífs, sem þegar er byrjað að vaxa og dafna í öruggu fylgsni sínu..... en allt í einu breytist móðurkviður í myrka gröf? Lífsneistinn er kæfður. Lítil persóna í mótun mun aldrei komast í hlýjan og mjúkan faðm móður sinnar. Ákvörðun hefur verið tekin. Engin framtíð fyrir þetta litla líf. Líf slokknar. Pólska þingið felldi nýlega umdeilt fóstureyðingafrumvarp, sem mótmælt var víða um Evrópu, þar á meðal hér á landi. Fimmtíu og átta þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu sem bannaði konum að ganga undir fóstureyðingu nema líf þeirra lægi við - 352 voru á móti og 18 sátu hjá. Í ljósi þessa er líklega pólitískt réttast af mér að biðjast afsökunar á því að ég skuli ekki vera fóstureyðingarsinni, en ég hef ekki haft þann vanann á að láta skoðanir meirihlutans stjórna minni sannfæringu, eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir í greinaskrifum mínum. Í dag þykir víst rétt að standa með óvart verðandi mæðrum í vafa og virða rétt þeirra til að ákveða hvort afkvæmi þeirra fái að lifa eða deyja. Ég styð ekki rétt til að velja hið síðarnefnda. Ég tel að enginn, hvorki maður né kona, eigi að hafa slíkan rétt. Ég stend hins vegar með þeim sem minna mega sín. Ég stend með þeim sem ekki geta varist þegar verðandi móðir ákveður að slökkva dýrmætan lífsneista lifandi mannveru. Ég stend með ófæddum einstaklingum sem eru í mótun í móðurkviði og eiga margir í vök að verjast nú á tímum. Að mínu mati hefur heilbrigðiskerfið staðið sig vel í að svæfa samvisku kvenna sem telja sig ekki tilbúnar til að taka á móti litlum lifandi einstaklingum. Mikil áhersla er lögð á heilsu verðandi móður; bæði líkamlega og andlega. Ef móðirin er ekki reiðubúin að eiga barnið (sem er auðvitað hennar eign þótt ófætt sé) fær hún blessun heilbrigðisyfirvalda til að ýta á Ctrl+Alt+Del, og skorast þannig snyrtilega undan því stórkostlega hlutverki sem bíður hennar. Mér þykir reyndar hálf kaldhæðnislegt að yfirvöld sem kenna sig við heilbrigði skulu deyða líf, í stað þess að gera allt sem á þeirra valdi stendur til að varðveita heilbrigði þess. En hvar er heilbrigðiskerfið fyrir lítinn ófæddan einstakling á örlagastund þegar móðirin er í vafa? Hver á að verja lítið líf sem enga björg sér getur veitt? Það geri ég. Það eru ekki margir sem fá að heyra hryllingssögurnar sem gerast á bak við heilbrigðistjöldin þegar fóstureyðingar eru framkvæmdar. Raunveruleikanum er haldið frá konum til þess að þær þurfi ekki að þjást af „óþarfa“ samviskubiti sem eflaust myndi gera þeim erfiðara fyrir að iðka rétt sinn til að velja og hugsa fyrst um sjálfar sig. „Mannúð“ er síðasta orðið sem kemur í hugann á mér þegar ég heyri slíkar ömurlegar frásagnir og sé hvað gert er í herbergjum þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar – þar sem litlir ófæddir einstaklingar enda í ruslafötum.Ég veit um eina konu sem lifði af fóstureyðingu eftir að hafa verið brennd í átján klukkutíma í móðurkviði. Ég gæti trúað því að sú kona sé á móti fóstureyðingum í dag. Í Danmörku brást lækni bogalistin í einni fóstureyðingunni, og þegar hann stóð þarna í herberginu, augliti til auglits við lítinn lífelskandi einstakling, gat hann ekki framkvæmt fóstureyðinguna. Fóstrið er í dag auðvitað fegið að hafa fengið að halda lífi. Það vefst ekki fyrir þeim sem fóstureyðingarnar framkvæma að ófæddu börnin hafa tilfinningar og finna til sársauka. Frásagnir margra lækna og hjúkrunarkvenna sem viðstaddar hafa verið slíkar aðgerðir hafa fengið hárin til að rísa. Margir þessara fagaðila hafa hlotið varanlegan sálarskaða eftir hörmungarnar sem fyrir augu þeirra bar á skurðstofunni. Í dag er hægt að fara á netið og finna myndbönd sem sýna baráttu afkvæma fyrir sínu litla lífi þegar verið er að framkvæma fóstureyðingar. Það er ekki auðvelt að horfa á.Ég þekki konu persónulega sem lét eyða fóstri fyrir nokkrum áratugum síðan. Hún glímir enn við nagandi samviskubit yfir að hafa dæmt litið stúlkulíf til dauða. Hún vonar að hún fái að líta dóttur sína augum eftir þetta jarðneska líf og taka utan um hana í fyrsta sinn á himnum. Hún er ein af mörgum sem syrgja börnin sín sem ekki fengu að fæðast. Ef líf sem kviknar í móðurkviði er afskrifað sem ómerkilegt fóstur, hvernig stendur þá á því að svona gríðarlega margar fyrrverandi verðandi mæður upplifa svona mikinn söknuð og samviskubit?Ég þekki góðan mann hér á landi sem veit að móðir hans, sem á sínum tíma fannst hún hvergi í stakk búin til að annast lítið barn, tók ákvörðun um að eyða honum í móðurkviði. En hún hætti við á síðustu stundu. Þessi maður er reyndar þjóðþekktur hér á landi og hefur látið margt gott af sér leiða í okkar samfélagi . Hann á einnig fallega fjölskyldu sem er full af hæfileikaríkum og gefandi einstaklingum. Af virðingu við hann og fjölskyldu hans nafngreini ég hann ekki hér. Það kemur kannski ekki á óvart að hann er einnig á móti fóstureyðingum. Enda væri skrýtið ef hann segðist vera sáttur í dag við það ef móðir hans hefði tekið ákvörðun um að eyða honum; hann aldrei fæðst og aldrei fengið að upplifa alla þá stórkostlegu fjársjóði sem lífið hefur fært honum í fang.Að velja hverjir fá að lifa og hverjir fá að deyja er að mínu mati ákvörðun sem enginn mennskur maður á að taka. Þegar líf hefur kviknað í móðurkviði og fyrsta blaðsíðan hefur verið skrifuð í ævisögu þess er að mínu mati bara eitt að gera, umfaðma það, vernda það og bjóða það velkomið í „vinalega“ veröld okkar. Það hlýtur að vera hægt að leysa flókin og tilfinningarík mál verðandi mæðra með öðrum hætti en að bregða á það vafasama ráð að eyða saklausu lífi.Ég mun aldrei skammast mín fyrir að standa með þeim sem eru minni máttar og geta enga björg sér veitt. Ég mun aldrei skammast mín fyrir að standa með lífinu. Þótt það kosti mig óvilja frá öðrum og þótt margir samlandar mínir hneykslist kannski á afstöðu minni, þá gildir það einu. Ég verð að hlýða samvisku minni. Með fullri virðingu fyrir „óvart“ verðandi mæðrum og þeim persónulegu krísum sem þær standa oft frammi fyrir, leyfir samviska mín mér ekki að leggja blessun mína yfir fóstureyðingar; eyðingu á lifandi fóstrum. Fyrir lítið líf að standa eitt andspænis því að tilvera þess og framtíð verði ryksuguð burt er að mínu mati alltaf vera stærri „krísa“ en sú sem fullorðin og greind manneskja, umkringd heilsuverndar- og sálgæslufólki , mun standa andspænis.Svo hugsar maður, ef mæður Abraham Lincoln, Michael Jackson, Albert Einstein eða Lennon hefðu ákveðið að eyða afkvæmum sínum, hversu miklu við hefðum misst af?Hversu marga snillinga höfum við eiginlega farið á mis við? Ef við lítum á heimildir um fjölda fóstureyðinga frá árinu 1980, eru þeir sem ekki fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó rúmlega 1,4 milljarður. Á meðan þú last þessa grein var um 200 fóstrum eytt. Er það í lagi? Í alvöru?Tölfræði um fóstureyðingar getur þú nálgast á vefsíðunni: https://www.numberofabortions.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Líf kviknar. Fyrsti kafli framtíðar lifandi manneskju er hafinn. Heill heimur af möguleikum og tækifærum opnast. Ævi full af ævintýrum og afrekum bíða þessa nýja lífs, sem þegar er byrjað að vaxa og dafna í öruggu fylgsni sínu..... en allt í einu breytist móðurkviður í myrka gröf? Lífsneistinn er kæfður. Lítil persóna í mótun mun aldrei komast í hlýjan og mjúkan faðm móður sinnar. Ákvörðun hefur verið tekin. Engin framtíð fyrir þetta litla líf. Líf slokknar. Pólska þingið felldi nýlega umdeilt fóstureyðingafrumvarp, sem mótmælt var víða um Evrópu, þar á meðal hér á landi. Fimmtíu og átta þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu sem bannaði konum að ganga undir fóstureyðingu nema líf þeirra lægi við - 352 voru á móti og 18 sátu hjá. Í ljósi þessa er líklega pólitískt réttast af mér að biðjast afsökunar á því að ég skuli ekki vera fóstureyðingarsinni, en ég hef ekki haft þann vanann á að láta skoðanir meirihlutans stjórna minni sannfæringu, eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir í greinaskrifum mínum. Í dag þykir víst rétt að standa með óvart verðandi mæðrum í vafa og virða rétt þeirra til að ákveða hvort afkvæmi þeirra fái að lifa eða deyja. Ég styð ekki rétt til að velja hið síðarnefnda. Ég tel að enginn, hvorki maður né kona, eigi að hafa slíkan rétt. Ég stend hins vegar með þeim sem minna mega sín. Ég stend með þeim sem ekki geta varist þegar verðandi móðir ákveður að slökkva dýrmætan lífsneista lifandi mannveru. Ég stend með ófæddum einstaklingum sem eru í mótun í móðurkviði og eiga margir í vök að verjast nú á tímum. Að mínu mati hefur heilbrigðiskerfið staðið sig vel í að svæfa samvisku kvenna sem telja sig ekki tilbúnar til að taka á móti litlum lifandi einstaklingum. Mikil áhersla er lögð á heilsu verðandi móður; bæði líkamlega og andlega. Ef móðirin er ekki reiðubúin að eiga barnið (sem er auðvitað hennar eign þótt ófætt sé) fær hún blessun heilbrigðisyfirvalda til að ýta á Ctrl+Alt+Del, og skorast þannig snyrtilega undan því stórkostlega hlutverki sem bíður hennar. Mér þykir reyndar hálf kaldhæðnislegt að yfirvöld sem kenna sig við heilbrigði skulu deyða líf, í stað þess að gera allt sem á þeirra valdi stendur til að varðveita heilbrigði þess. En hvar er heilbrigðiskerfið fyrir lítinn ófæddan einstakling á örlagastund þegar móðirin er í vafa? Hver á að verja lítið líf sem enga björg sér getur veitt? Það geri ég. Það eru ekki margir sem fá að heyra hryllingssögurnar sem gerast á bak við heilbrigðistjöldin þegar fóstureyðingar eru framkvæmdar. Raunveruleikanum er haldið frá konum til þess að þær þurfi ekki að þjást af „óþarfa“ samviskubiti sem eflaust myndi gera þeim erfiðara fyrir að iðka rétt sinn til að velja og hugsa fyrst um sjálfar sig. „Mannúð“ er síðasta orðið sem kemur í hugann á mér þegar ég heyri slíkar ömurlegar frásagnir og sé hvað gert er í herbergjum þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar – þar sem litlir ófæddir einstaklingar enda í ruslafötum.Ég veit um eina konu sem lifði af fóstureyðingu eftir að hafa verið brennd í átján klukkutíma í móðurkviði. Ég gæti trúað því að sú kona sé á móti fóstureyðingum í dag. Í Danmörku brást lækni bogalistin í einni fóstureyðingunni, og þegar hann stóð þarna í herberginu, augliti til auglits við lítinn lífelskandi einstakling, gat hann ekki framkvæmt fóstureyðinguna. Fóstrið er í dag auðvitað fegið að hafa fengið að halda lífi. Það vefst ekki fyrir þeim sem fóstureyðingarnar framkvæma að ófæddu börnin hafa tilfinningar og finna til sársauka. Frásagnir margra lækna og hjúkrunarkvenna sem viðstaddar hafa verið slíkar aðgerðir hafa fengið hárin til að rísa. Margir þessara fagaðila hafa hlotið varanlegan sálarskaða eftir hörmungarnar sem fyrir augu þeirra bar á skurðstofunni. Í dag er hægt að fara á netið og finna myndbönd sem sýna baráttu afkvæma fyrir sínu litla lífi þegar verið er að framkvæma fóstureyðingar. Það er ekki auðvelt að horfa á.Ég þekki konu persónulega sem lét eyða fóstri fyrir nokkrum áratugum síðan. Hún glímir enn við nagandi samviskubit yfir að hafa dæmt litið stúlkulíf til dauða. Hún vonar að hún fái að líta dóttur sína augum eftir þetta jarðneska líf og taka utan um hana í fyrsta sinn á himnum. Hún er ein af mörgum sem syrgja börnin sín sem ekki fengu að fæðast. Ef líf sem kviknar í móðurkviði er afskrifað sem ómerkilegt fóstur, hvernig stendur þá á því að svona gríðarlega margar fyrrverandi verðandi mæður upplifa svona mikinn söknuð og samviskubit?Ég þekki góðan mann hér á landi sem veit að móðir hans, sem á sínum tíma fannst hún hvergi í stakk búin til að annast lítið barn, tók ákvörðun um að eyða honum í móðurkviði. En hún hætti við á síðustu stundu. Þessi maður er reyndar þjóðþekktur hér á landi og hefur látið margt gott af sér leiða í okkar samfélagi . Hann á einnig fallega fjölskyldu sem er full af hæfileikaríkum og gefandi einstaklingum. Af virðingu við hann og fjölskyldu hans nafngreini ég hann ekki hér. Það kemur kannski ekki á óvart að hann er einnig á móti fóstureyðingum. Enda væri skrýtið ef hann segðist vera sáttur í dag við það ef móðir hans hefði tekið ákvörðun um að eyða honum; hann aldrei fæðst og aldrei fengið að upplifa alla þá stórkostlegu fjársjóði sem lífið hefur fært honum í fang.Að velja hverjir fá að lifa og hverjir fá að deyja er að mínu mati ákvörðun sem enginn mennskur maður á að taka. Þegar líf hefur kviknað í móðurkviði og fyrsta blaðsíðan hefur verið skrifuð í ævisögu þess er að mínu mati bara eitt að gera, umfaðma það, vernda það og bjóða það velkomið í „vinalega“ veröld okkar. Það hlýtur að vera hægt að leysa flókin og tilfinningarík mál verðandi mæðra með öðrum hætti en að bregða á það vafasama ráð að eyða saklausu lífi.Ég mun aldrei skammast mín fyrir að standa með þeim sem eru minni máttar og geta enga björg sér veitt. Ég mun aldrei skammast mín fyrir að standa með lífinu. Þótt það kosti mig óvilja frá öðrum og þótt margir samlandar mínir hneykslist kannski á afstöðu minni, þá gildir það einu. Ég verð að hlýða samvisku minni. Með fullri virðingu fyrir „óvart“ verðandi mæðrum og þeim persónulegu krísum sem þær standa oft frammi fyrir, leyfir samviska mín mér ekki að leggja blessun mína yfir fóstureyðingar; eyðingu á lifandi fóstrum. Fyrir lítið líf að standa eitt andspænis því að tilvera þess og framtíð verði ryksuguð burt er að mínu mati alltaf vera stærri „krísa“ en sú sem fullorðin og greind manneskja, umkringd heilsuverndar- og sálgæslufólki , mun standa andspænis.Svo hugsar maður, ef mæður Abraham Lincoln, Michael Jackson, Albert Einstein eða Lennon hefðu ákveðið að eyða afkvæmum sínum, hversu miklu við hefðum misst af?Hversu marga snillinga höfum við eiginlega farið á mis við? Ef við lítum á heimildir um fjölda fóstureyðinga frá árinu 1980, eru þeir sem ekki fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó rúmlega 1,4 milljarður. Á meðan þú last þessa grein var um 200 fóstrum eytt. Er það í lagi? Í alvöru?Tölfræði um fóstureyðingar getur þú nálgast á vefsíðunni: https://www.numberofabortions.com/
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun