Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 16:45 U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu