Þessi andsk ... flugvöllur Jón Hjaltason skrifar 19. október 2016 07:00 Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar