Þessi andsk ... flugvöllur Jón Hjaltason skrifar 19. október 2016 07:00 Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun