Útrýmum kynbundnum launamun Þorsteinn Gunnlaugsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun