Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar