Velvildin í vaskinn Ívar Halldórsson skrifar 26. september 2016 13:16 Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun