Markaveisla á Parken | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 20:45 Leikmenn FCK voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu fjögur gegn Club Brugge. vísir/getty Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira