Markaveisla á Parken | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 20:45 Leikmenn FCK voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu fjögur gegn Club Brugge. vísir/getty Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira